Ritstjórar Spiegel leystir frá störfum

Höfuðstöðvar Der Spiegel í Hamborg í Þýskalandi.
Höfuðstöðvar Der Spiegel í Hamborg í Þýskalandi. AFP

Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur leyst tvo ritstjóra sína frá störfum vegna hneykslismáls sem kom upp eftir að blaðamaður viðurkenndi að hafa skrifað falsfréttir um margra ára skeið.

Ullrich Fichtner og Matthias Geyer hafa verið leystir frá störfum þangað til innri rannsókn hefur verið gerð á því sem gerðist. Þetta kom fram í bréfi sem ritstjórinn Steffen Klusmann sendi starfsmönnum, sem AFP-fréttastofan komst yfir.

Der Spiegel greindi frá því 19. desember að einn af verðlaunablaðamönnum þess hafi skrifað falsfréttir í mörg ár. Claas Relotius, 33 ára, sagði upp fyrr í mánuðinum eftir að hafa viðurkennt athæfið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert