Fundu 850 kíló af flugeldum

Flugeldar.
Flugeldar. AFP

Þýska lögreglan lagði í dag hald á 850 kíló af flugeldum á heimili 23 ára manns í Hamborg. Ábending barst frá nágranna mannsins um að hann væri að sanka að sér miklu magni af flugeldum.

Þegar lögreglan mætti á staðinn var íbúðin hans troðfull af flugeldum, auk þess sem þeir fundust í kjallaranum og í tveimur sendiferðabílum.

Flugeldarnir höfðu að geyma um 80 kíló af efnum sem geta valdið sprengjuhættu, sem er 80 sinnum meira fólk má geyma á heimilum sínum.

Tveir létust af völdum flugeldaslysa í Þýskalandi í fyrra, auk þess sem barn slasaðist og aflima þurfti fimm manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert