Ljón drap starfsmann í dýraverndarstöð

Ljónið var að lokum drepið.
Ljónið var að lokum drepið. AFP

Ung bandarísk kona er látin eftir að ljón réðst á hana í dýraverndarstöð í Burlington í Norður-Karólínu. Konan, sem hét Alexandra Black, er sögð hafa haft ástríðu fyrir dýralífi. Hún hafði starfað sem nemi á dýraverndarstöðinni í aðeins tíu daga fyrir atvikið, sem átti sér stað í gær.

Forsvarsmenn stöðvarinnar segjast miður sín vegna andláts konunnar. Í tilkynningu þeirra segir að á meðan vinnuflokkur undir stjórn sérstaklega þjálfaðs umsjónarmanns dýra hafi unnið við að þrífa afgirt svæði, hafi eitt ljónanna á einhvern hátt komist frá læstu svæði og inn á svæðið þar sem flokkurinn var að störfum. Drap ljónið konuna snögglega.

Ljónið var að lokum drepið svo hægt væri að ná í lík hennar, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert