Pútín kominn á vettvang sprengingarinnar

Fjölda manns er enn þá saknað.
Fjölda manns er enn þá saknað. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er kominn til borgarinnar Magnitogorsk í Úralfjöllum, eftir að gassprenging í íbúðabyggingu varð þar fjórum að bana. Fjölda manns er enn þá saknað eftir sprenginguna.

Búist er við að Pútín ræði við fólk sem sem slasaðist í sprengingunni og aðra þá sem eiga um sárt að binda, auk yfirvalda á svæðinu. Bygg­ing­in var reist árið 1973 og í henni áttu heima um 1.100 manns.

Pútín skipaði fyrr í dag neyðar­málaráðherr­an­um Jev­gení Sinit­sjev og heil­brigðisráðherr­an­um Veroniku Skvort­sovu að fara til borg­ar­inn­ar og hafa yf­ir­um­sjón með björg­un­araðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert