Vladimír Pútín Rússlandsforseti er kominn til borgarinnar Magnitogorsk í Úralfjöllum, eftir að gassprenging í íbúðabyggingu varð þar fjórum að bana. Fjölda manns er enn þá saknað eftir sprenginguna.
Búist er við að Pútín ræði við fólk sem sem slasaðist í sprengingunni og aðra þá sem eiga um sárt að binda, auk yfirvalda á svæðinu. Byggingin var reist árið 1973 og í henni áttu heima um 1.100 manns.
Pútín skipaði fyrr í dag neyðarmálaráðherranum Jevgení Sinitsjev og heilbrigðisráðherranum Veroniku Skvortsovu að fara til borgarinnar og hafa yfirumsjón með björgunaraðgerðum.