Rússnesk yfirvöld hafa handtekið bandarískan ríkisborgara í Moskvu, sem grunaður er um njósnir. Rússneska leyniþjónustan FSB tilkynnti þetta í morgun en í yfirlýsingu hennar segir að Bandaríkjamaðurinn hafi verið tekinn höndum á föstudaginn.
Leyniþjónustan segir einnig að maðurinn hafi verið í miðju njósnaverki er hann var gripinn og að hafin sé rannsókn á glæpum hans. Maðurinn virðist hafa gengið undir nafninu Paul Whelan. Ekki hafa fengist gefin upp frekari smáatriði.