Warren býður sig fram til forseta

Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts.
Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts. AFP

Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren hefur tilkynnt um framboð sitt í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar vestanhafs árið 2020. Hún er þar með fyrsti nafnkunni stjórnmálamaðurinn til að tilkynna framboð sitt í forvalinu, en búist er við fjölda frambjóðenda úr röðum demókrata.

Í tölvupósti til stuðningsmanna sinna í morgun sagðist Warren vera að setja á laggirnar skoðunarnefnd, sem gerir henni kleift að safna fé og ráða í lykilstöður áður en formlegt forsetaframboð fer af stað. Þá hefur Warren einnig gefið út myndskeið þar sem eflaust eru vísbendingar um helstu áhersluefni hennar í komandi kosningabaráttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka