Hafa ekki borið kennsl á þá látnu

Frá slysstað á Stórabeltisbrúnni í morgun.
Frá slysstað á Stórabeltisbrúnni í morgun. Ljósmynd/Twitter

Núna rúmlega átta klukkustundum eftir að lestarslysið á Stórabeltisbrúnni í Danmörku átti sér stað er ekki enn búið að bera kennsl á lík þeirra sex manns sem létust í slysinu.

Jyllands-Posten greinir frá.

„Við höfum ekki fullkomnar upplýsingar um þá látnu, svo við getum ekki greint frá neinu sem tengist persónu þeirra, þjóðerni eða aldri,“ sagði Lars Bræmhøj yfirlögregluþjónn á fréttamannafundi vegna slyssins fyrr í dag.

Talið er að tómur lestarvagn farþegalestar hafi fokið af lestarteinunum og að farþegalestin hafi lent á honum með þeim afleiðingum að slysið varð og sex létu lífið. Fjórtán eru lítillega slasaðir og tveir nokkuð slasaðir.

„Við höf­um hafið rann­sókn á því hvað gerðist hérna. Nú söfn­um við gögn­um og upp­lýs­ing­um til að reyna að út­skýra hvað átti sér stað,“ sagði Bo Haan­ing, aðstoðar­yf­irmaður hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa í Dan­mörku (d. Havari­komm­issi­on­en), í sam­tali við danska rík­is­út­varpið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka