Kína stærsta viðfangsefnið

Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Patrick Shanahan, mætti til vinnu í dag …
Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Patrick Shanahan, mætti til vinnu í dag og upplýsti starfsmenn ráðuneytisins um að sérstök áhersla yrði lögð á Kína. AFP

Starf­andi varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Pat­rick Shana­h­an, hóf sinn fyrsta starfs­dag í nýju hlut­verki í dag með því að upp­lýsa starfs­menn ráðuneyt­is­ins um að hann líti á Kína sem stærsta viðfangs­efni ráðuneyt­is­ins.

Hann sagði megin­á­hersl­una vera varn­ar­stefnu (e. Nati­onal defence Stra­tegy) lands­ins og seg­ir kom­andi tíma ein­kenn­ast af auk­inni sam­keppni við stór­veld­in Kína og Rúss­land. „Á meðan við höld­um at­hygli okk­ar á þeim verk­efn­um sem fyr­ir liggja, sagði starf­andi ráðherra teym­inu að muna Kína, Kína, Kína,“ er haft eft­ir full­trúa varn­ar­málaráðuneyt­is­ins.

Shana­h­an tók til starfa í kjöl­far þess að af­sögn Jim Matt­is varn­ar­málaráðherra tók gildi fyrsta janú­ar vegna ágrein­ings við Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna.

Banda­rík­in hafa sakað Kína um viðvar­andi njósn­ir á sviði efna­hags- og varn­ar­mála og hef­ur sagt alþjóðleg­ar efna­hags­áætlan­ir Kín­verja vera lið í efna­hags­legri kúg­un smærri ríkja.

Shana­h­an hef­ur ekki reynslu úr hern­um, en hef­ur verið aðstoðarráðherra varn­ar­mála frá júlí 2017. Áður starfaði hann í 30 ár fyr­ir Boeing.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert