Sektuðu fyrir stopp á slysstað

Frá Stórabeltisbrúnni í morgun.
Frá Stórabeltisbrúnni í morgun. AFP

Lögreglan á Fjóni sektaði 40 ökumenn sem stöðvuðu bíla sína eða óku mjög hægt fram hjá járnbrautarslysinu á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í morgun. Tómur tengi­vagn flutn­inga­lest­ar sem mætti farþegalest fauk af tein­un­um og lent fram­an á farþega­lest­inni með þeim af­leiðing­um að að sex létu lífið.

„Ekki stoppa,“ sagði Lars Bræmhøj, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Fjóni, á blaðamannafundi í dag. Hann bætti því við að það gæti reynst hættulegt og einnig væri það vanvirðing við þá sem lentu í slysinu.

Lögreglan á Fjóni ítrekaði á Twitter að það væri ekki í lagi að stöðva við slysstað til að taka myndir. Fólk ætti að fylgja umferðarreglum og sýna þeim sem eiga um sárt að binda virðingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka