Lögreglan á Fjóni sektaði 40 ökumenn sem stöðvuðu bíla sína eða óku mjög hægt fram hjá járnbrautarslysinu á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í morgun. Tómur tengivagn flutningalestar sem mætti farþegalest fauk af teinunum og lent framan á farþegalestinni með þeim afleiðingum að að sex létu lífið.
„Ekki stoppa,“ sagði Lars Bræmhøj, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Fjóni, á blaðamannafundi í dag. Hann bætti því við að það gæti reynst hættulegt og einnig væri það vanvirðing við þá sem lentu í slysinu.
Vi har skrevet 40 sager for at bruge mobiltelefon, hvor bilisterne havde travlt med at tage billeder af ulykkesstedet på Storebæltsbroen. Det er SÅ MEGET ikke i orden. Vis nu respekt for de berørte - og overhold i øvrigt færdselsloven!!! #politidk
— Fyns Politi (@FynsPoliti) January 2, 2019
Lögreglan á Fjóni ítrekaði á Twitter að það væri ekki í lagi að stöðva við slysstað til að taka myndir. Fólk ætti að fylgja umferðarreglum og sýna þeim sem eiga um sárt að binda virðingu.