Deilan enn í hnút á þrettánda degi

Trump fundaði með þingmönnum demókrata og repúblikana í gær en …
Trump fundaði með þingmönnum demókrata og repúblikana í gær en ekki náðist samkomulag um fjárlög á fundinum. Því verður hluti ríkisstofnana enn lokaður. AFP

Á miðvikudag fullyrti Trump að hann myndi loka hluta ríkisstofnana „eins lengi og þörf er á“ til þess að fjármagna fyrirhugaðan landamæramúr við Mexíkó, þegar hann fundaði með þingmönnum demókrata og repúblikana í Hvíta húsinu. Ekkert samkomulag náðist á fundinum og neitar Trump enn að undirrita fjárlög. Greint er frá þessu á fréttavef BBC.

Deilan milli Donalds Trumps og bandaríska þingsins um fyrirhugaðan landamæramúr er því enn óleyst og hluti ríkistofnana enn lokaður, þrettánda daginn í röð. Um 800.0000 starfsmenn ríkisins mæta afleiðingum þessa, en fjöldi starfsmanna fær ekki greidd laun og stofnanir fá ekki fjármagn meðan á lokuninni stendur.

Talsverðar afleiðingar lokunarinnar

Lokunin virðist engan enda ætla að taka eftir að samningamenn sögðust myndu snúa aftur til Hvíta hússins á föstudag til þess að halda áfram samningaviðræðum. Hún hefur áhrif á starfsemi níu málaflokka ríkisins: Þjóðaröryggi, dómsmál, húsnæðismál, landbúnaðarmál, viðskipti, innanríkismál og fjármál.

Afleiðingar þess að stofnanir leggi niður alla óáríðandi vinnu eru víðtækar en síðan lokunin skall á hafa Bandaríkjamenn tjáð reiði og áhyggjur sínar yfir aðstæðunum á samfélagsmiðlum. Þar er greint frá því hvernig landsmenn eiga í ströngu að standa með að borga reikninga eða lyf vegna lokunarinnar.

Vegna lokunarinnar hefur sorphirða legið niðri, líkt og sést á …
Vegna lokunarinnar hefur sorphirða legið niðri, líkt og sést á myndinni þar sem íbúar hjóla fram hjá National Mall, með Hvíta húsið í bakgrunni. AFP
Dýragarðurinn í Wahsington er meðal þeirra ríkistofnana sem lokuðu samkvæmt …
Dýragarðurinn í Wahsington er meðal þeirra ríkistofnana sem lokuðu samkvæmt ákvörðun stjórnvalda 22. desember. AFP

Launalausir lögsækja ríkisstjórn Trumps

Lokun ríkistofnananna gerir það að verkum að 25% af stofnunum bandarískra stjórnvalda hafa ekkert fjármagn. Starfsmenn sem sinna miklum ábyrgðarstörfum munu halda áfram störfum launalaust.

Enn fremur hefur hópur 400.000 starfsmanna sem þurfti að starfa launalaust, vegna ábyrgðarhlutverks starfa þeirra, lögsótt ríkisstjórn Trumps fyrir meint brot á lögum um sanngjarnan vinnumarkað með því að hafa ekki greitt þeim laun síðan 22. desember.

Um 800.000 ríkisstarfsmenn eru nú í heimfararleyfi, en það þýðir að þeir fara í launalaust frí eða vinna án launa.

Margir vonast til þess að fá laun greidd þegar ríkistofnanirnar opna á ný en óvíst er hvenær það verður. Landsmenn hafa gripið til ýmissa úrræða vegna ástandsins, t.a.m. fengið sér aukavinnu eða sett á fót fjáröflun til að ná endum saman.

Starfsmenn hafa tjáð angist sína á Twitter undir myllumerkinu #Shutdownstories.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka