Leiðtogi gulvestunga handtekinn

Eric Drouet, sem er vörubílstjóri, hefur birst á sjónvarpsskjám landsmanna …
Eric Drouet, sem er vörubílstjóri, hefur birst á sjónvarpsskjám landsmanna sem talsmaður gulvestunga frá því mótmælin hófust í nóvember. AFP

Lögreglan í Frakklandi handtók í gær leiðtoga mótmælenda í Frakklandi sem kenna sig við gul vesti fyrir að skipuleggja mótmæli sem ekki hafði verið gefið leyfi fyrir.

Leiðtoginn, Eric Drouet, hefur þegar verið ákærður fyrir að bera vopn á fyrri mótmælum gulvestunganna. Hann var handtekinn við Champs-Elysees, en breiðgatan hefur verið helsti samkomustaður mótmælendanna.

„Þetta snýst um að sýna lögunum virðingu,“ sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, þegar hann brást við gagnrýni andstæðinga ríkisstjórnarinnar vegna handtökunnar. Drouet mun koma fyrir dómara 5. júní vegna vopnaburðar á almannafæri en óvíst er hvort og hvenær hann verði ákærður vegna handtökunnar í gær.

Drouet, sem er vörubílstjóri, hefur birst á sjónvarpsskjám landsmanna sem talsmaður gulvestunga frá því að mótmælin hófust í nóvember. Upphaflega sner­ust þau um hækk­un á eldsneytis­verði en hafa síðan snú­ist upp í al­menn mót­mæli gegn stefnu franskra stjórn­valda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert