Sterkur jarðskjálfti af stærðinni 6,6 reið yfir strandlengju Norðvestur-Indónesíu fyrir skemmstu. Engin flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út en fjölmargir hafa flúið heimili sín. Upptök skjálftans voru á hafi úti.
Jarðskjálftinn mældist á 60 kílómetra dýpi undir Molucca-hafi um það bil 175 kílómetra norðvestur af borginni Ternate. Engar fregnir hafa borist vegna mannsláta eða meiðsla á fólki og flóðbylgjuviðvörun var ekki gefin út. Fjöldi snarpra eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið.
Stutt er síðan rúmlega 400 manns létust eftir flóðbylgjur sem mynduðust í sundinu á milli indónesísku eyjanna Jövu og Súmötru. Að minnsta kosti 1.500 manns slösuðust í hamförunum.