Á viðskiptafarrými fyrir skattfé

Facebook hefur lokað fyrir aðgang þeirra sem stóðu fyrir göngunni …
Facebook hefur lokað fyrir aðgang þeirra sem stóðu fyrir göngunni í Melbourne á laugardag vegna hatursorðræðu. AFP

Ástralskur öldungadeildarþingmaður er harðlega gagnrýndur af öðrum stjórnmálamönnum og verður jafnvel ávíttur fyrir að hafa nýtt almannafé til þess að greiða fyrir flugmiða á viðskiptafarrými til þess að taka þátt í göngu öfgamanna.

Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Bill Shorten, hafa báðir fordæmt þingmanninn, Fraser Anning, fyrir þátttöku hans í göngunni í Melbourne á laugardag. Morrison sakar þingmanninn, sem situr á þingi fyrir Þjóðarflokkinn, sem er í ríkisstjórnarsamstarfi með Frjálslynda flokknum, um rasísk og öfgafull viðhorf. Að sögn Morrison hefur Anning ítrekað gert sig sekan um að opinbera slík viðhorf en Anning hefur meðal annars krafist þess að lokað verði fyrir komu innflytjenda til Ástralíu. 

Nokkur hundruð tóku þátt í göngunni sem fór fram á St. Kilda Beach í Melbourne. Anning hefur varið gönguna og sagt hana upphaf að einhverju stærra en hluti göngumanna heilsaði að hætti nasista. Eftir gönguna sagðist Anning hafa haldið sig fjarri nýnasistum í göngunni og að neitaði að gangan tengdist rasisma á nokkurn hátt heldur hafi þarna verið á ferð heiðvirðir Ástralar sem eru ósáttir við stjórn landsins fyrir að hleypa „þessu fólki“ inn í landið.

Frétt Sydney Morning Herald

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert