Boxari handtekinn fyrir ofbeldi

00:00
00:00

Franska lög­regl­an hand­tók í dag fyrr­ver­andi at­vinnu­mann í hne­fa­leik­um sem sló lög­reglu­mann í Par­ís á laug­ar­dag þegar mót­mæli gul­vestunga stóðu yfir. Höggið náðist á mynd og sýn­ir vel of­beldið sem hef­ur ein­kennt mót­mæl­in að und­an­förnu.

Á mynd­inni sést Christophe Dett­in­ger, 37 ára, sem áður keppti í þunga­vigt, slá nokkra lög­reglu­menn niður. 

Dett­in­ger hef­ur starfað fyr­ir yf­ir­völd í út­hverfi Par­ís­ar en hann var þekkt­ur inn­an hne­fa­leika­heims­ins sem sígaun­inn frá Massy. Að sögn inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, Christophe Castaner, gaf Dett­in­ger sig fram við lög­reglu í dag. Hann var hand­tek­inn á staðnum og verður ákærður. 

Talið er að um 50 þúsund gul­vestung­ar hafi tekið þátt í mót­mæl­um í Frakklandi á laug­ar­dag. Nokkr­ir mót­mæl­end­ur reyndu að kom­ast inn í bygg­ingu sem hýs­ir skrif­stofu tals­manns rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Benjam­in Gri­veaux, í Par­ís og notuðu þeir gaffal­lyft­ara til verks­ins. Varð lög­regla að bjarga Gri­veaux og starfs­fólki skrif­stof­unn­ar út. Stjórn­völd for­dæma at­vikið og segja það óá­sætt­an­lega árás á lýðveldið. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka