Suðurafrískur drengur að nafni Sibahle Zwane er svo góður að reikna í huganum að menn eru sannast sagt gáttaðir þar í landi. Hann er aðeins 10 ára gamall.
BBC hafði pata af þessari snilligáfu og fór á vettvang. Þar sönnuðust sögusagnirnar því drengurinn var fær um að reikna í huganum stæður eins og 78.000*550 á leifturhraða. Í myndskeiði sem breska ríkisútvarpið birti af kappanum sést að þetta kemur sér vel fyrir hann í skólastofunni.
Sjón ku vera sögu ríkari: