Ríkasti maður heims skilur

Jeff og MacKenzie Bezos.
Jeff og MacKenzie Bezos. AFP

Jeff Bezos, stofn­andi vef­versl­un­ar­ris­ans Amazon, og eig­in­kona hans, MacKenzie Bezos, til­kynntu um lögskilnað sinn á Twitter í dag, en þau hafa verið skil­in að borði og sæng um tíma.

„Við höf­um ákveðið að skilja og halda sam­eig­in­legu lífi okk­ar áfram sem vin­ir,“ skrifa Bezos-hjón­in í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu á Twitter-síðu Jeffs. Þau eru afar þakk­lát fyr­ir 25 árin sem þau hafa átt sam­an, en að nú biðu þeirra öðru­vísi hlut­verk sem vin­ir og for­eldr­ar. Þau yrðu áfram fjöl­skylda.

MacKenzie er bóka­höf­und­ur og var einn fyrsti starfsmaður Amazon og árið 2014 hrinti hún af stað her­ferðinni Byst­and­er Revoluti­on sem berst gegn einelti.

Jeff er rík­asti maður heims sam­kvæmt For­bes og Blomm­berg og eru eign­ir hans metn­ar á 137 millj­arða banda­ríkja­dala.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert