Árásin sem markaði upphafið

Myndskeið frá árásinni í gyðingasafninu í Brussel í maí 2014.
Myndskeið frá árásinni í gyðingasafninu í Brussel í maí 2014. AFP

Rétt­ar­höld eru haf­in yfir manni sem sakaður er um að hafa skotið fjóra til bana á gyðinga­safn­inu í Brus­sel 24. maí 2014. Árás­in markaði upp­haf hryðju­verka­árása öfga­manna tengd­um víga­sam­tök­un­um Ríki íslams í Evr­ópu.

Mehdi Nemmouche, 33 ára gam­all Frakki, á yfir höfði sér lífstíðardóm verði hann dæmd­ur í þyngstu mögu­legu refs­ingu fyr­ir árás­ina í Brus­sel. Árás­ina framdi hann eft­ir að hafa bar­ist með Ríki íslams í Sýr­landi í tæpt ár.

Auk Nemmouche er ann­ar Frakki, Nacer Bendrer, sem er þrítug­ur að aldri, fyr­ir rétti en Bendrer er ákærður fyr­ir að hafa út­vegað vopn­in sem notuð voru í árás­inni. Alls er ákær­an 200 blaðsíður að lengd en gert er ráð fyr­ir að rétt­ar­höld­in standi yfir í ein­hverj­ar vik­ur. Gríðarleg ör­ygg­is­gæsla er í kring­um dóms­húsið í Brus­sel.

Mehdi Nemmouche sést hér í aftursæti bifreiðarinnar sem flutti hann …
Mehdi Nemmouche sést hér í aft­ur­sæti bif­reiðar­inn­ar sem flutti hann í dóms­húsið. AFP

Tveir grímu­klædd­ir lög­reglu­menn sitja hvor sínu meg­in við Nemmouche í rétt­ar­saln­um. Bendrer er einnig í rétt­ar­saln­um. Báðir hafa þeir neitað aðild að hryðju­verka­árás­inni sem stóð yfir í 82 sek­únd­ur. Á þeim sek­únd­um rigndi skot­um yfir gesti í safn­inu. Vitn­in eru fjöl­mörg en alls hef­ur rúm­lega 100 manns verið gert að mæta og bera vitni við rétt­ar­höld­in. Fjöl­skyld­ur fórn­ar­lambanna og leiðtog­ar gyðinga í Belg­íu eru einnig í rétt­ar­saln­um. 

Árás­armaður­inn skaut fyrst úr skamm­byssu og síðan sjálf­virk­um riffli og lét­ust tveir ísra­elsk­ir ferðamenn, Frakki og belg­ísk­ur af­greiðslumaður í gyðinga­safn­inu.

Mehdi Nemmouche.
Mehdi Nemmouche. AFP

Nemmouche, sem er fædd­ur í franska bæn­um Rou­baix, á als­írska for­eldra. Hann var hand­tek­inn í frönsku hafn­ar­borg­inni Marseille sex dög­um eft­ir árás­ina en þangað kom hann með rútu frá Brus­sel. Að sögn lög­reglu var hann með vopn­in sem hann beitti í árás­inni á sér þegar hann var hand­tek­inn við kom­una til Marseille.

Að sögn sak­sókn­ara barðist hann með sveit víga­sam­tak­anna í Sýr­landi frá 2013 til 2014 en þar kynnt­ist hann Najim Laachra­oui, fé­laga í glæpa­geng­inu sem stóð á bak við sjálfs­vígs­árás­irn­ar í Brus­sel 22. mars 2016. 32 lét­ust í þeim árás­um.  

Sama glæpa­gengi er einnig talið hafa skipu­lagt og sent víga­menn­ina til Par­ís­ar sem frömdu árás­irn­ar í Par­ís 13. nóv­em­ber 2015 en 130 lét­ust í þeim árás­um auk þess sem hundruð særðust. Báðar árás­irn­ar voru rakt­ar til Rík­is íslams en þúsund­ir Evr­ópu­búa tóku þátt í starfi sam­tak­anna í Sýr­landi og Írak. 

Nemmouche og Bendrer, að sögn lög­reglu, kynnt­ust fyr­ir tæp­um ára­tug í fang­elsi í Suður-Frakklandi. Þar var þeim lýst sem öfga­mönn­um sem reyndu að fá aðra fanga til þess sama. Bendrer var hand­tek­inn í Marseille sjö mánuðum eft­ir árás­ina á gyðinga­safn­inu og ákærður fyr­ir aðild að árás­inni. Þrátt fyr­ir að hann hafi verið dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í Frakklandi fyr­ir til­raun til kúg­un­ar var hann flutt­ur til Belg­íu fyr­ir þessi rétt­ar­höld. 

Riffillinn sem var notaður í árásinni.
Riff­ill­inn sem var notaður í árás­inni. AFP

Nemmouche verður vænt­an­lega leidd­ur fyr­ir dóm­ara í Frakklandi fyr­ir að hafa haldið frönsk­um blaðamanni í gísl­ingu í Sýr­landi. Gert er ráð fyr­ir að gísl­inn fyrr­ver­andi muni bera vitni gegn Nemmouche í þess­um rétt­ar­höld­um varðandi hvaða mann hann hafi að geyma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert