Dómur yfir fréttamönnum staðfestur

Wa Lone sést hér færður fyrir dómara.
Wa Lone sést hér færður fyrir dómara. AFP

Tveir fréttamenn Reuters, sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi í undirrétti í Búrma fyrir að hafa brotið lög er varða rík­is­leynd­ar­mál með því að greina frá fjölda­morði á rohingj­um í land­inu, töpuðu málinu fyrir áfrýjunardómstól í dag. Var dómur undirréttar staðfestur.

Dómari við hæstarétt Yngon-héraðs, Aung Naing, segir að fyrri dómur hafi verið réttur, samkvæmt ákvæða laganna. Því sé áfrýjuninni vísað frá.

Wa Lone, 32 ára, og Kyaw Soe Oo, 28 ára, hafa verið í haldi í In­sein-fang­els­inu í rúmt ár. 

Blaðamenn­irn­ir unnu að rann­sókn á morðum á tíu rohingj­um í Rak­hine-héraði í sept­em­ber 2017.

Þeir segja brögð hafa verið í tafli við hand­tök­una. Þeim var boðið í mat með lög­reglu í Yangon, þar sem þeim voru af­hent gögn og síðan hand­tekn­ir þegar þeir yf­ir­gáfu mat­ar­boðið. Var þeim gefið að sök að hafa í fór­um sín­um leyniskjöl um aðgerðir rík­is­ins á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert