Gabbard í framboð til forseta Bandaríkjanna

Tulsi Gabbard hefur sagt að hún ætli að bjóða sig …
Tulsi Gabbard hefur sagt að hún ætli að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. AFP

Tulsi Gabbard, þingmaður Hawaii, tilkynnti í viðtali á CNN í dag að hún mun gefa kost á sér í prófkjöri Demókrataflokksins vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum árið 2020. Sagðist hún senda frá sér formlega tilkynningu í næstu viku.

Gabbard, sem er 37 ára gömul, hefur verið þingmaður frá árinu 2013 og hefur verið hermaður í bandaríska hernum frá 2003, en hún starfaði fyrir hann meðal annars í Írak.

Hún hefur verið þekktur stuðningsmaður Bernie Sanders og sagði sig úr miðstjórn Demókrataflokksins árið 2016 í þeim tilgangi að styðja framboð Sanders, sem tapaði fyrir Hillary Clinton sem laut í lægra haldi fyrir Donald Trump.

„Það eru margar ástæður fyrir þessari ákvörðun minni. Bandaríkjamanna bíða margar áskoranir sem ég hef áhyggjur af og vil gera mitt til þess að leysa,“ sagði Gabbard í viðtalinu og benti sérstaklega á heilbrigðisþjónustu, endurskoðun fangelsis- og dómsmála og loftslagsbreytingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka