Öflug sprenging varð í bakaríi í miðborg París, höfuðborg Frakklands, með þeim afleiðingum að nokkrir slösuðust og húsnæðið stórskemmdist. Rúður í nærliggjandi húsum brotnuðu sömuleiðis, slíkur var krafturinn. Að sögn lögreglu er grunur um að sprengingin hafi orðið í kjölfar gasleka.
AFP-fréttastofan segir að eldur hafi kviknað í kjölfarið. Sprengingin varð í níunda hverfi borgarinnar um kl. 9 að staðartíma (kl. 8 að íslenskum tíma), en margar íbúðir og verslanir eru í hverfinu.
Myndir hafa verið birtar á samfélagsmiðlum þar sem brak og glerbrot sjá liggja á götunni, og þá sést hvernig byggingin hefur skemmst mikið. Þá skemmdust einnig bílar í götunni.
Defence & Security Correspondent @AliBunkallSKY reports live from the site of an explosion in Paris
— Sky News (@SkyNews) January 12, 2019
Read more on this breaking story here: https://t.co/3AqKzUxNUg pic.twitter.com/WgVjDyvSHb
Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og vinna nú að því að slökka eldinn. Þá hafa þeir unnið að því að flytja slasaða á brott.