Skipulögðu árás á Íran

John Bolton, formaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, bað varnarmálaráðuneytið um tillögur að …
John Bolton, formaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, bað varnarmálaráðuneytið um tillögur að árás á Íran síðasta haust. AFP

Þjóðaröryggisráðgjafar Hvíta hússins báðu varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna síðasta haust um tillögur að útfærslu á mögulegum árásum á Íran í kjölfar þess að öfgamenn tengdir Íran skutu með sprengjuvörpu á svæði sem hýsir bandaríska sendiráðið í Bagdad, höfuðborg Íraks.

Wall Street Journal (WSJ) sagði frá málinu í dag.

Beiðnin kom frá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna (e. national security council), en formaður þess er John Bolton sem var sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna í forsetatíð George Bush yngri.

Heimildarmenn WSJ herma að hátt settum embættismönnum innan varnarmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins hafi brugðið þegar beiðni ráðsins barst.

Varnarmálaráðuneytið fylgdi starfsskyldu sinni og útbjó umræddar tillögur, en ekki er vitað hvort tillögurnar að útfærslum árásar á Íran voru afhentar Hvíta húsinu eða hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi vitað af beiðni ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert