Skipulögðu árás á Íran

John Bolton, formaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, bað varnarmálaráðuneytið um tillögur að …
John Bolton, formaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, bað varnarmálaráðuneytið um tillögur að árás á Íran síðasta haust. AFP

Þjóðarör­ygg­is­ráðgjaf­ar Hvíta húss­ins báðu varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna síðasta haust um til­lög­ur að út­færslu á mögu­leg­um árás­um á Íran í kjöl­far þess að öfga­menn tengd­ir Íran skutu með sprengju­vörpu á svæði sem hýs­ir banda­ríska sendi­ráðið í Bagdad, höfuðborg Íraks.

Wall Street Journal (WSJ) sagði frá mál­inu í dag.

Beiðnin kom frá þjóðarör­ygg­is­ráði Banda­ríkj­anna (e. nati­onal secu­rity council), en formaður þess er John Bolt­on sem var sendi­herra Banda­ríkj­anna til Sam­einuðu þjóðanna í for­setatíð Geor­ge Bush yngri.

Heim­ild­ar­menn WSJ herma að hátt sett­um emb­ætt­is­mönn­um inn­an varn­ar­málaráðuneyt­is­ins og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hafi brugðið þegar beiðni ráðsins barst.

Varn­ar­málaráðuneytið fylgdi starfs­skyldu sinni og út­bjó um­rædd­ar til­lög­ur, en ekki er vitað hvort til­lög­urn­ar að út­færsl­um árás­ar á Íran voru af­hent­ar Hvíta hús­inu eða hvort Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hafi vitað af beiðni ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert