Borgarstjóri Gdansk látinn

Pawel Adamowicz borgarstjóri Gdansk er látinn eftir hnífstunguárás.
Pawel Adamowicz borgarstjóri Gdansk er látinn eftir hnífstunguárás. AFP

Borg­ar­stjóri Gdansk í Póllandi, Pawel Ada­mowicz, er lát­inn. Ada­mowicz varð fyr­ir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði í gær­kvöldi en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. BBC grein­ir frá.

Áður hafði verið greint frá því að Ada­mowicz væri enn í lífs­hættu, en hann gekkst und­ir fimm klukku­stunda langa aðgerð í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

27 ára karl­maður, sem grunaður er um að hafa staðið að árás­inni, hef­ur verið hand­tek­inn og tel­ur lög­regla hann hafa notað fjöl­miðlapassa til að fá aðgang að sviðinu.

Pólsk sjón­varps­stöð hef­ur sýnt mynd­bands­upp­töku af hinum grunaða þar sem hann held­ur á vopni og er sagður hrópa: „Ada­mowicz er dauður.“ Maður­inn, sem ný­lega var lát­inn laus úr fang­elsi, full­yrðir að hann hafi sætt pynt­ing­um meðan á fang­els­is­dvöl­inni stóð.

Lukasz Szu­mowski, heil­brigðisráðherra Pól­lands, staðfesti í sam­tali við pólska fjöl­miðla í dag að Ada­mowicz hefði lát­ist af sár­um sín­um. „Við gát­um ekki sigrað,“ sagði hann. 

Ada­mowicz, sem var bor­inn og barn­fædd­ur Gdansk-búi, hafði verið borg­ar­stjóri í 20 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert