Mótmæla tvöföldun bensínverðs

Hópar fólks ganga fram hjá vegartálma í Bulawayo í dag.
Hópar fólks ganga fram hjá vegartálma í Bulawayo í dag. AFP

Gríðar­mik­il reiði hef­ur brot­ist út á meðal íbúa Simba­bve, eft­ir að stjórn­völd þar í landi tóku þá ákvörðun að auka álög­ur á bens­ín svo mikið að bens­ínsverðið meira en tvö­faldaðist með einu penn­astriki.

Her­inn hef­ur verið kallaður út til þess að hafa hem­il á mót­mæl­end­um, sem hafa brennt bæði dekk og bíla og stíflað um­ferðaræðar í höfuðborg­inni Har­are og sömu­leiðis í Bulawayo, næst­stærstu borg lands­ins.

Lögreglumaður í Bulawayo fjarlægir dekk af götum borgarinnar í dag.
Lög­reglumaður í Bulawayo fjar­læg­ir dekk af göt­um borg­ar­inn­ar í dag. AFP

Owen Ncu­be ör­ygg­is­málaráðherra kenn­ir stjórn­ar­and­stöðunni um mót­mæl­in og seg­ir að því miður hafi fólk látið lífið. Hann sagði þó ekki hversu marg­ir hefðu lát­ist, en í frétt AFP er haft eft­ir sam­tök­um lækna í Simba­bve að þrett­án manns hefðu komið und­ir lækn­is­hend­ur með skotsár. Ráðherr­ann seg­ir 200 mót­mæl­end­ur hafa verið hand­tekna.

For­seti Simba­bve, Em­mer­son Mn­angagwa, seg­ir að gripið hafi verið verðhækk­ana á eldsneyti um helg­ina til þess að bæta birgðastöðuna í land­inu, en um þess­ar mund­ir er eldsneyt­is­skort­ur­inn í land­inu verri en hann hef­ur verið í ára­tug.

Reiðir mótmælendur í Harare í dag.
Reiðir mót­mæl­end­ur í Har­are í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert