Virtur af páfa og hinsegin fólki

00:00
00:00

Mik­il sorg rík­ir í Póllandi í kjöl­far dauða Pawel Ada­mowicz, borg­ar­stjóra Gdansk. Ada­mowicz lést í gær af sár­um sem hann fékk í hnífstungu­árás á góðgerðarsam­komu dag­inn áður. Þúsund­ir komu sam­an í Var­sjá í gær­kvöldi til að minn­ast hans og það sama gerðu fjöl­marg­ir sam­fé­lags­miðlanot­end­ur, m.a. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir sem bú­sett er í Var­sjá þar sem hún starfar sem fram­kvæmda­stjóri lýðræðis- og mann­rétt­inda­stofn­un­ar ÖSE.

„Hann talaði fyr­ir rétt­ind­um þeirra sem áfram þurfa á vernd okk­ar og stuðningi að halda,“ sagði Ingi­björg Sól­rún á Face­book.

Pavel Bartoszek, borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar, sendi fjöl­skyldu Ada­mowicz samúðarkveður. „Hvað á maður svo sem að segja meira... Póli­tík er starf sem maður dregst út í... ým­ist vegna sjálfs­sprott­ins skyldukalls eða þrýst­ings sam­borg­ara sinna. Það er hrika­legt að horfa upp á fólk sem hef­ur svarað þessu kalli þurfa gjalda það með lífi sínu,“ sagði Pawel í færslu sinni.

Skipti sér snemma af stjórn­mál­um

Ada­mowicz, sem hafði verið borg­ar­stjóri Gdansk í 20 ár, naut al­mennr­ar hylli. Hann var frjáls­lynd­ur og hafði bar­ist fyr­ir rétt­ind­um bæði farand- og hinseg­in fólks og var m.a. sér­stak­ur vel­unn­ari göngu hinseg­ins fólks í Gdansk í fyrra, en gang­an var þá hald­in í fjórða sinn. Hann skil­ur eft­ir sig eig­in­konu og tvö börn, 15 og 9 ára.

Ada­mowicz fædd­ist í Gdansk 2. nóv­em­ber 1965 og var barn hjón­anna Teresu og Rysz­ard sem höfðu flust til borg­ar­inn­ar árið áður. Hann ólst upp í borg­inni og var ung­ur að árum far­inn að skipta sér af stjórn­mál­um.

Hann nam lög­fræði við há­skól­ann í Gdansk á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar og átti þátt í að skipu­leggja stúd­enta­verk­föll­in 1988, en það ár gekk mót­mæla­bylgja yfir Pól­land sem þá var enn komm­ún­ista­ríki. Árið eft­ir var komm­ún­ista­stjórn­in fall­in og Pól­land orðið lýðræðis­ríki. Á þess­um tíma hélt Ada­mowicz áfram störf­um sín­um í há­skól­an­um, en var virk­ur í stjórn­mál­um á sama tíma Pól­land þróaðist yfir í fjöl­flokka­ríki.

Skömmu síðar hóf hann af­skipti af sveit­ar­stjórn­mál­um og var orðinn borg­ar­full­trúi Gdansk árið 1990. Ada­mowicz var síðan val­inn borg­ar­stjóri árið 1998 og vann yf­ir­burðarsig­ur í fyrstu al­mennu borg­ar­stjóra­kosn­ing­un­um árið 2002. Hann hef­ur verið borg­ar­stjóri síðan og hlaut end­ur­kjör í sjötta sinn í nóv­em­ber sl. og hefði því átt að gegna embætt­inu til árs­ins 2023.

Sæmd­ur gull­krossi páfa og heiðursorðu

Ada­mowicz var fé­lagi í frjáls­lynda hægri flokk­in­um Plat­forma Obywat­elska allt frá stofn­un hans 2002. Hann bauð sig þó fram í fyrra sem óháður fram­bjóðandi, en naut stuðnings fyrr­ver­andi flokks­fé­laga sinna í fram­boðinu.

Plat­forma Obywat­elska var með meiri­hluta á pólska þing­inu í átta ár, en tapaði í þing­kosn­ing­un­um 2015 er íhalds­flokk­ur­inn Lög og rétt­ur (PiS), sem er tor­trygg­inn í garð Evr­ópu­sam­bands­ins, náði meiri­hluta. Hef­ur spenna í sam­skipt­um Pól­lands og ESB farið vax­andi í stjórn­artíð þess meiri­hluta. BBC seg­ir Ada­mowicz alla tíð hafa verið gagn­rýn­inn á aðgerðir PiS.

Þrátt fyr­ir póli­tíska spennu hafa pólsk­ir stjórn­mála­flokk­ar verið ein­huga í for­dæm­ingu sinni á morðinu á Ada­mowicz. „Ég lýsi yfir mikl­um sárs­auka vegna hörmu­legs dauðsfalls í kjöl­far árás­ar á Pawel Ada­mowicz borg­ar­stjóra. Við lýs­um yfir sam­hug með fjöl­skyldu hans, sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður PiS, á Twitter í gær.

Jó­hann­es Páll ann­ar páfi sæmdi Ada­mowicz gull­krossi Vatik­ans­ins árið 2001, að því er fram kem­ur á Wikipedia-síðu hans. Al­eks­and­er Kwaśniewski þáver­andi for­seti Pól­lands sæmdi hann pólska heiður­skross­in­um árið 2003 og árið 2014 fékk hann einnig frels­is- og ein­ing­ar­orðuna fyr­ir störf sín fyr­ir pólska lýðræðis­ríkið.

Pawel Adamowicz borgarstjóri Gdansk flytur hér ræðu á mótmælum gegn …
Pawel Ada­mowicz borg­ar­stjóri Gdansk flyt­ur hér ræðu á mót­mæl­um gegn fas­ist­um í borg­inni. Ada­mowicz lést í gær eft­ir hnífstungu­árás. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka