Öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Kirsten Gillibrand, hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna. Hún hefur gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega auk þess sem hún hefur barist fyrir réttindum kvenna, þar á meðal í tengslum við #Metoo-hreyfinguna.
Þetta tilkynnti hún í þætti Stephen Colbert á CBS-sjónvarpsstöðinni.
Næstum 22 mánuðir eru þangað til kosningarnar fara fram árið 2020. Baráttan um Hvíta húsið er engu að síður byrjuð. Demókratarnir Elizabeth Warren og Tulsi Gabbard hafa þegar tilkynnt um framboð sitt, rétt eins og Julian Castro, fyrrverandi borgarstjóri San Antonio, og John Delaney, fyrrverandi þingmaður.
Tonight I announced that I’m preparing to run for president, because I believe we’re all called to make a difference. I believe in right vs. wrong – that wrong wins when we do nothing. Now is our time to raise our voices and get off the sidelines. Join me: https://t.co/I1vp93u0wh
— Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) January 15, 2019
„Ég ætla að bjóða mig fram sem forseta Bandaríkjanna vegna þess að sem ung móðir ætla ég að berjast eins mikið fyrir börnum annarra og ég myndi berjast fyrir mínu eigin og þess vegna tel ég að heilbrigðisþjónusta eigi að vera sjálfsagður réttur fólks en ekki forréttindi,“ sagði Gillibrand, sem er 52 ára frá New York.
Á meðal stefnumála hennar verður jafnrétti kynjanna, barátta gegn kynþáttafordómum, að takast á við valdakerfið í Washington og að berjast gegn „spillingu og græðgi“.
„Ég veit að ég hef samúðina, hugrekkið og þá miklu ákveðni til að láta verða af þessu,“ bætti hún við.
Gillibrand krafðist þess á sínum tíma að Trump segði af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni og misnotkun.
Sen. Kirsten Gillibrand enters the 2020 presidential race, telling Stephen Colbert that she was forming an exploratory committee just days before she heads to the critical state of Iowa https://t.co/C2X69L8SdN pic.twitter.com/nnxrW84LY9
— CNN (@CNN) January 15, 2019