Ekki enn komnir að drengnum

Jose Rosello, faðir Julen, fylgist með leitinni.
Jose Rosello, faðir Julen, fylgist með leitinni. AFP

Leit að tveggja ára gömlum dreng sem féll niður þrönga 100 metra djúpa borholu á Spáni á sunnudag heldur áfram en litlar vonir eru um að hann finnist á lífi.

Julen Rosello var úti að leika sér og voru foreldrar hans skammt frá þegar atvikið átti sér stað í bænum Totalan, skammt frá Malaga í Andalúsíu. Björgunarmönnum hefur ekki enn tekist að komast niður að þeim stað þar sem talið er að Julian sé.

Frétt 

Unnið er dag og nótt við að grafa tvenn göng …
Unnið er dag og nótt við að grafa tvenn göng niður við hlið borholunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert