Slökkt á netinu í Simbabve

Hálfgerð óöld hefur ríkt víða í Simbave í vikunni, eftir …
Hálfgerð óöld hefur ríkt víða í Simbave í vikunni, eftir að stjórnvöld hækkuðu álögur á eldsneyti síðustu helgi. AFP

Stjórnvöld í Simbabve hafa algjörlega lokað fyrir aðgang landsmanna að netinu, samkvæmt því sem Econet, eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins, segir fjölmiðlum og viðskiptavinum með SMS-skilaboðum.

Mótmæli hafa staðið yfir í Simbabve í vikunni, eftir að stjórnvöld tvöfölduðu bensínsverðið í landinu með einu pennastriki síðustu helgi, til þess að bregðast við eldsneytisskorti, en einnig er skortur á mat og lyfjum í ríkinu. Stéttarfélög lýstu yfir allsherjarverkfalli strax á mánudag, og síðan hefur verið róstusamt í helstu bæjum og borgum.

Yfir 600 manns hafa verið handteknir af öryggissveitum yfirvalda, samkvæmt frétt AFP. Þá hefur verið greint frá því að þó nokkrir mótmælendur hafi látist í átökum við öryggissveitir stjórnvalda í vikunni.

Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa gagnrýnt aðgerðir stjórnvalda gagnvart mótmælendum. Sendiráð Bandaríkjanna í Harare segist í yfirlýsingu uggandi yfir trúanlegum tíðindum þess efnis að öryggissveitir séu að berja pólitískt baráttufólk og verkalýðsleiðtoga.

Menn safna brotajárni úr brenndum bíl í borginni Bulawayo í …
Menn safna brotajárni úr brenndum bíl í borginni Bulawayo í gærdag. AFP
Óeirðir hafa brotist út í ríkinu í vikunni og skemmdir …
Óeirðir hafa brotist út í ríkinu í vikunni og skemmdir verið unnar víða, eins og á þessum verslunarkjarna í Bulawayo. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert