Fjölmenni við útför borgarstjórans

AFP

Nokkur þúsund manns eru við útför borgarstjórans í Gdansk, Pawel Adamowicz, í kirkju heilagrar Maríu þar í borg. Meðal þeirra er forseti Póllands, Andrzej Duda, og vinur Adamowicz til margra ára, Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. 

Adamowicz var stunginn í hjartað á góðgerðarsamkomu um síðustu helgi. Hann lést á sjúkrahúsi á mánudag.

Lech Walesa er einn þeirra sem er viðstaddur útförina en hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1983. Duda hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag en gríðarlegur fjöldi fylgist með útförinni á götum borga og bæja Póllands.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert