Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, var mættur undir stýri á nýrri Land Rover Freelander bifreið aðeins tveimur dögum eftir að hann lenti í bílslysi skammt fyrir utan sveitasetur konungsfjölskyldunnar í Norfolk á Englandi.
Filippus, sem er 97 ára gamall, sakaði ekki í slysinu, en tvær konur sem voru í hinni bifreiðinni fengu minniháttar áverka.
Breskir miðlar birtu í dag myndir af Freelander bifreið sem prinsinn er sagður hafa keyrt, en hann var einnig í slíkri bifreið þegar slysið varð.
Vitni að atburðinum sagði að prinsinn hafi verið brugðið eftir slysið, en hann stóð sjálfur upp og spurði farþegar hinnar bifreiðarinnar hvort allt væri í lagi.
Lögregluyfirvöld í Norfolk hafa gefið út að slysið verði rannsakað eins og hvert annað umferðaslys og að prinsinn muni ekki fá neina sérmeðferð.