Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Petro Poroshenko Úkraínuforseti tilkynntu í dag að löndin tvö hefðu gert með sér fríverslunarsamning.
„Í dag undirrituðum við fríverslunarsamning sem við höfum unnið að í mörg ár,“ sagði Netanyahu á blaðamannafundi í Jerúsalem.
Poroshenko sagði að um „sögulegan dag“ væri að ræða. Fyrr í dag heimsótti Úkraínuforseti Yad Vachem-minningarsetrið um helförina og fundaði með Reuven Rivlin, forseta Ísraels.