Fríverslun milli Ísraels og Úkraínu

Petro Poroshenko, t.v., og Benjamin Netanyahu, t.h., eftir undirritun fríverslunarsamningsins.
Petro Poroshenko, t.v., og Benjamin Netanyahu, t.h., eftir undirritun fríverslunarsamningsins. AFP

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Petro Poroshenko Úkraínuforseti tilkynntu í dag að löndin tvö hefðu gert með sér fríverslunarsamning. 

„Í dag undirrituðum við fríverslunarsamning sem við höfum unnið að í mörg ár,“ sagði Netanyahu á blaðamannafundi í Jerúsalem. 

Poroshenko sagði að um „sögulegan dag“ væri að ræða. Fyrr í dag heimsótti Úkraínuforseti Yad Vachem-minningarsetrið um helförina og fundaði með Reuven Rivlin, forseta Ísraels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert