Beita mótmælendur kerfisbundnum pyntingum

AFP

Mann­rétt­indaráð Simba­bve sak­ar her­menn þar í landi um að beita kerf­is­bundn­um pynt­ing­um til þess að brjóta á bak aft­ur mót­mæli.

Mann­rétt­indaráðið, Zimba­bwe Hum­an Rights Comm­issi­on, gagn­rýn­ir yf­ir­völd harðlega fyr­ir að láta her­menn stöðva og koma í veg fyr­ir mót­mæli. Ólga hef­ur ríkt í Simba­bve í rúma viku eða frá því verð á eldsneyti var hækkað mjög mikið. Víða í höfuðborg­inni, Har­are, hafa borist fregn­ir af of­beldi her­manna og sam­kvæmt frétt BBC eru dæmi um að her­menn hafi raðað fólki upp og barið það til óbóta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert