Beita mótmælendur kerfisbundnum pyntingum

AFP

Mannréttindaráð Simbabve sakar hermenn þar í landi um að beita kerfisbundnum pyntingum til þess að brjóta á bak aftur mótmæli.

Mannréttindaráðið, Zimbabwe Human Rights Commission, gagnrýnir yfirvöld harðlega fyrir að láta hermenn stöðva og koma í veg fyrir mótmæli. Ólga hefur ríkt í Simbabve í rúma viku eða frá því verð á eldsneyti var hækkað mjög mikið. Víða í höfuðborginni, Harare, hafa borist fregnir af ofbeldi hermanna og samkvæmt frétt BBC eru dæmi um að hermenn hafi raðað fólki upp og barið það til óbóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert