Fyrstu frjálsu kosningarnar í átta ár

Boðað hefur verið til þingkosninga í Taílandi 24. mars næstkomandi …
Boðað hefur verið til þingkosninga í Taílandi 24. mars næstkomandi og eru það fyrstu kosningarnar frá því herinn steypti ríkisstjórn Yingluck Shinawatra af stóli árið 2014 og tók völdin í landinu. AFP

Þingkosningar verða haldnar í Taílandi 24. mars og verða þær fyrstu síðan herinn steypti ríkisstjórn Yingluck Shinawatra af stóli árið 2014 og tók völdin í landinu.

Yfirkjörstjórn í Taílandi greindi frá þessu í morgun en konungur landsins gaf áður út tilskipun um heimild til að efna til kosninga.

Frá því herinn tók völdin hefur ný stjórnarskrá tekið gildi, sem Taílendingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í ágúst 2016, og stjórnin hefur unnið markvisst að því að koma öllum sem ekki eru hliðhollir herforingjastjórninni frá völdum.

Síðustu þingkosningar í Taílandi fóru fram árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert