Slítur samskiptum við Bandaríkin

Nicolas Maduro með skjalið sem hann undirritaði um að slíta …
Nicolas Maduro með skjalið sem hann undirritaði um að slíta diplómatískum samskiptum við Bandaríkin. Eiginkona hans, Cilia Flores, önnur frá vinstri, og Delcy Rodriguez, varaforseti Venesúela, standa við hlið hans. AFP

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur tilkynnt að hann ætli að slíta diplómatískum samskiptum við Bandaríkin eftir að forseti landsins, Donald Trump, sagðist viðurkenna Juan Guaido sem forseta Venesúela til bráðabirgða.

„Ég hef ákveðið að slíta diplómatískum og pólitískum samskiptum við heimsvaldasinnaða ríkisstjórn Bandaríkjanna,“ sagði Maduro við stuðningsmenn sína í höfuðborginni Caracas.

„Farið út! Yfirgefið Venesúela, hér er reisn, fjandinn hafi það,“ sagði Maduro og gaf erindrekum Bandaríkjanna í landinu 72 klukkustundir til að yfirgefa það.

Maduro ásamt Delcy Rodriguez, varaforseta Venesúela, þar sem hann undirritað …
Maduro ásamt Delcy Rodriguez, varaforseta Venesúela, þar sem hann undirritað skjalið um að slíta diplómatískum samskiptum við Bandaríkin. AFP

Mexíkó styður enn við bakið á Maduro sem forseta Venesúela. „Við viðurkennum kjörin stjórnvöld, eins og samræmist stjórnarskrá Venesúela,“ sagði Jesus Ramirez, talsmaður mexíkóska forsetans Andres Manuel Lopez Obrador.

Auk Bandaríkjanna hafa Brasilía, Kólumbía, Perú og Kanada viðurkennt Guaido sem starfandi forseta landsins.

Lögreglan í Venesúela þurfti að beita táragasi og gúmmíkúlum gegn stjórnarandstæðingum eftir að Guaido lýsti sig starfandi forseta landsins.

Fyrr í dag höfðu fjórir látist í fjölmennum mótmælum í landinu gegn ríkisstjórninni.

Stjórnarandstæðingar í átökum við lögregluna.
Stjórnarandstæðingar í átökum við lögregluna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert