200 manns er saknað eftir að stífla brast í námu í Minas Gerais-fylki í Brasilíu með þeim afleiðingum að þykk leðja flæddi yfir sveitirnar í nágrenninu.
Hjálparsveitir hafa verið sendar á vettvang og segir slökkviliðið á staðnum að allt að 200 manns sé nú saknað. BBC segir engar fréttir hafa enn borist af því að flóðið hafi reynst mannskætt, en óttast sé að margir hafi farist. Reuters hefur eftir yfirvöldum í héraðinu að átta manns hafi verið fluttir á spítala.
This tragedy happened today in Minas Gerais-Brazil
— Naiara Jauregui 🐼 (@TheMoonIsOur) January 25, 2019
🙏🏻😥#MinasGerais #Brumadinho # pic.twitter.com/ZiXN11ghiE
Búið er að flytja á brott fjölda manns sem býr í næsta nágrenni við stífluna, sem var notuð til að geyma botnfall úr Feijão-járngrýtisnámunni sem er í eigu Vale, sem er stærsta námafyrirtæki Brasilíu.
Brazilian tailings dam bursts, releasing mudflow into valley in the area of Brumadihno, near Belo Horizonte, the capital of the southeastern state of Minas Gerais.https://t.co/xKO6AgvJqfhttps://t.co/yqNLK7JMOL
— Breaking News (@BreakingNews) January 25, 2019
Brasilískir fjölmiðlar hafa í dag birt myndir af leðjuflóðinu þar sem það flæðir yfir vegi og eyðileggur byggingar.
Talsmaður brasilísku stjórnarinnar segir Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, vera væntanlegan á vettvang.
Just a few years after the Mariana dam break - Brazil's worst environmental disaster to date - another mining dam breaks in Minas Gerais pic.twitter.com/YzoGYv3Sp6
— Bruce Douglas (@bruceecurb) January 25, 2019
Fjögur ár eru nú liðin frá því önnur stífla brast í Minas Gerais með þeim afleiðingum að 19 manns létust. Sú stífla var einnig í eigu Vale og fyrirtækisins BHP Billiton og er það talið versta umhverfisslys sem orðið hefur í landinu.