Að minnsta kosti 7 látnir og 150 saknað

Björgunaraðilar að störfum á vettvangi.
Björgunaraðilar að störfum á vettvangi. AFP

Hið minnsta sjö eru látnir og 150 er saknað eftir stífla brast í námu í Minas Gerais-fylki í Brasilíu með þeim afleiðingum að þykk leðja flæddi yfir sveitirnar í nágrenninu.

Búist er við því að tala látinna hækki töluvert þegar líður á björgunaraðgerðir. Nýkjörinn forseti landsins, Jair Bolsonaro, mun fljúga yfir hamfarasvæðið ásamt varnarmálaráðherra landsins á morgun.

Stíflan brast mjög skyndilega og af miklum krafti, en 300 starfsmenn voru við störf í námunni sem eru í eigu Vale, stærsta námafyrirtæki landsins. Búið er að flytja á brott fjölda manns sem býr í næsta ná­grenni við stífl­una, sem var notuð til að geyma botn­fall úr Feijão-járn­grýt­is­námunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert