Fyrrverandi ráðgjafi Trump handtekinn

Roger Stone var einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta um …
Roger Stone var einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta um tíma. AFP

Roger Stone, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var handtekinn í Flórída í dag að beiðni Roberts Mueller, sérstaks saksóknara.

Stone, sem var einn af nánustu ráðgjöfum Trump um tíma, er ákærður í sjö liðum, meðal annars fyrir að gefa út ósannar yfirlýsingar, hindra framgang réttvísinnar og fyrir að reyna að hafa áhrif á framburð vitna.

Ákærurnar tengjast allar rannsókn Muellers á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.

Stone mun koma fyrir rétt í Fort Lauderdale í Flórída.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert