34 látnir og 300 saknað í Brasilíu

Björgunarstarfsmenn halda á líki sem fannst í leðjunni.
Björgunarstarfsmenn halda á líki sem fannst í leðjunni. AFP

Að minnsta kosti 34 eru látnir og hátt í 300 saknað eftir að stífla brast í járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu með þeim af­leiðing­um þykk leðja flæddi yfir ná­læg­ar sveit­ir. 

AFP

Tugir þyrlna voru notaðir í björgunaraðgerðum í dag. Að sögn stjórnenda björgunaraðgerða þrefaldaðist fjöldi látinna sem fannst í leðjunni eftir því sem leið á daginn.

Af þeim 170 sem hefur verið bjargað voru 23 fluttir á sjúkrahús.

AFP

Jari Bolsonaro, forseti Brasilíu, flaug yfir svæðið og tísti á Twitter að það hafi verið „erfitt að vera ekki klökkur við að horfa á svæðið“.

Leðja fór meðal annars yfir mat­sal náma­vinnsl­unn­ar þar sem hundruð starfs­manna voru að borða há­deg­is­mat er stífl­an brast. Hún var notuð til að geyma botn­fall úr Feijão-járn­grýt­is­námunni.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert