Að minnsta kosti 34 eru látnir og hátt í 300 saknað eftir að stífla brast í járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu með þeim afleiðingum þykk leðja flæddi yfir nálægar sveitir.
Tugir þyrlna voru notaðir í björgunaraðgerðum í dag. Að sögn stjórnenda björgunaraðgerða þrefaldaðist fjöldi látinna sem fannst í leðjunni eftir því sem leið á daginn.
Af þeim 170 sem hefur verið bjargað voru 23 fluttir á sjúkrahús.
Jari Bolsonaro, forseti Brasilíu, flaug yfir svæðið og tísti á Twitter að það hafi verið „erfitt að vera ekki klökkur við að horfa á svæðið“.
Difícil ficar diante de todo esse cenário e não se emocionar. Faremos o que estiver ao nosso alcance para atender as vítimas, minimizar danos, apurar os fatos, cobrar justiça e prevenir novas tragédias como a de Mariana e Brumadinho, para o bem dos brasileiros e do meio ambiente.
— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 26, 2019
Leðja fór meðal annars yfir matsal námavinnslunnar þar sem hundruð starfsmanna voru að borða hádegismat er stíflan brast. Hún var notuð til að geyma botnfall úr Feijão-járngrýtisnámunni.