Hafa fundið lík Julens litla

Spænska lögreglan ræðir við fréttamenn um leitina á Julen litla. …
Spænska lögreglan ræðir við fréttamenn um leitina á Julen litla. Hann fannst látinn í nótt. AFP

Björgunarsveitarmenn á Spáni eru búnir að finna lík tveggja ára drengs sem féll niður í borholu í nágrenni Malaga. BBC greinir frá.

Drengurinn, hinn tveggja ára gamli Julen, féll ofan í rúmlega 100 metra djúpa holuna er fjölskyldan var í skemmtiferð í nágrenninu.

Atburðurinn átti sér stað fyrir hálfum mánuði og hafa hjálparsveitir, síðan þá, unnið nótt sem nýtan dag að því að komast niður á þann stað þar sem talið var að drenginn væri að finna, en það var gert með því að grafa holur til hliðar við borholuna. Það var svo um hálftvöleytið í nótt að staðartíma sem björgunarmenn fundu loks lík Julen litla.

Borholan sem hann datt niður um var einungis 25 sm að þvermáli. Hún hafði verið skilinn eftir opinn, þó að kaupsýslumaðurinn sem lét bora þar niður mánuði fyrr fullyrði að hann hafi látið loka henni. Segir BBC slíkar holur vera boraðar í von um að koma niður á olíu eða vatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert