Saka Michael Jackson um barnaníð

Michael Jackson er sakaður um barnaníð í nýrri heimildarmynd, Leaving …
Michael Jackson er sakaður um barnaníð í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem frumsýnd var í gær.

Al­var­leg­ar ásak­an­ir um barn­aníð Michael Jackson koma fram í nýrri heim­ild­ar­mynd, Lea­ving Neverland, sem frum­sýnd var á Sund­ance-kvik­mynda­hátíðinni í gær. Í mynd­inni er sagt frá þeim Wade Rob­son og Jimmy Sa­fechuck sem kynnt­ust Jackson þegar hann var á tindi frægðar sinn­ar en þeir bara börn.

„Það þarf aðeins tveggja mín­útna áhorf á fjög­urra tíma langa heim­ild­ar­mynd, Lea­ving Neverland, til þess að átta sig á því að arf­leið Michael Jackson verður aldrei söm,“ skrif­ar Benjam­in Lee, blaðamaður Guar­di­an, um mynd­ina.

Rob­son kynnt­ist Michael Jacksons þegar hann tók þátt í danskeppni fimm ára gam­all og seg­ir hann að eft­ir tveggja ára kynni hefði Jackson brotið á hon­um. Sa­fechuck var átta ára þegar hann kynnt­ist Jackson en þá lék hann á móti stór­stjörn­unni í Pepsi-aug­lýs­ingu. Í mynd­inni grein­ir hann frá því að Jackson hefði brotið á hon­um eft­ir nokk­urra mánaða kynni.

Á meðal þess sem fram kem­ur í mynd­inni og Variety grein­ir frá á Jackson að hafa haldið þykjustu­brúðkaup með Sa­fechuck og gefið Rob­son fax­tæki til að geta sent hon­um ástar­bréf. Þá kem­ur fram að á búg­arði Jacksons, Neverland, hafi verið að finna rúm og af­skekkt her­bergi út um allt þar sem Sa­fechuck seg­ir hann hafa mis­notað sig. Þar á meðal læst­an klefa í kvik­mynda­sal húss­ins með skyggðri rúðu þannig að aðrir í kvik­mynda­saln­um gátu ekki séð hvað fór fram inn­an klef­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert