Ísraelsk stjórnvöld hafa veitt leyfi fyrir útflutningi á kannabis til þess að nota í lækningaskyni.
„Ísrael er eitt af fremstu ríkjum heimsins þegar kemur að kannabis í lækningaskyni,“ sagði Moshe Bar Simon Tov, landlæknir Ísraels.
„Með því að nýta vitneskju okkar á þessu sviði getum við flutt út hágæðavöru.“
Ísraelska þingið samþykkti í desember lög sem leyfðu sölu erlendis á kannabis sem hefur verið ræktað í Ísrael með leyfi heilbrigðisráðuneytisins.
Reiknað er með að tekjur af vörunni erlendis gætu numið um 240 milljónum evra á ári, eða um 33 milljörðum króna.
Nokkur fyrirtæki í Ísrael rækta kannabis til að nota í lækningaskyni og bíða enn fleiri eftir því að fá starfsleyfi frá stjórnvöldum.
Notkun kannabis í lækningaskyni var leyfð í Ísrael árið 2016 og ári síðar var neysla marijúana afglæpavædd að hluta til.