Óttast að önnur stífla muni bresta

Mikil eyðilegging og manntjón varð á föstudag þegar stíflan brast. …
Mikil eyðilegging og manntjón varð á föstudag þegar stíflan brast. Nú eru menn í viðbragðsstöðu því óttast er að önnur stífla muni gefa sig. AFP

Viðvörunarbjöllur fóru í gang snemma í morgun í Brumadinho í Brasilíu og gáfu til kynna að stífla við námuvinnslu á staðnum gæti brostið, en þetta er sama svæði og önnur stífla brast á fyrir helgi með þeim afleiðingum að 34 létust og 300 er saknað.

Talsmenn slökkviliðsins og námufyrirtækisins greindu frá þessu. 

Viðvörunarkerfið fór í gang kl. 5:30 að staðartíma í morgun (kl. 7:30 að íslenskum tíma) en það gerist þegar vatnshæðin er orðin hættulega mikil. Stíflan er hluti af námuvinnslusvæðinu Corrego do Feijao. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá námuvinnslufyrirtækinu Vale.

Slökkviliðsmenn segja að unnið sé að því að rýma nærliggjandi svæði. 

Á föstudag brast önnur stífla með þeim afleiðingum að fleiri milljónir tonna af aur og leðju fóru yfir stórt svæði og hrifu með sér bæði byggingar og íbúa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert