Miklar andstæður í veðurfarinu

Frá Chicago-borg í Bandaríkjunum í dag.
Frá Chicago-borg í Bandaríkjunum í dag. AFP

Full snemmt er að segja til um það hvort frosthörkurnar sem víða hafa gert vart við sig í Bandaríkjunum undanfarna daga eru hluti af loftslagsbreytingum að mati vísindamanna. Hitt er svo annað mál að óvenjukalt er um þessar mundir og hafa víða verið slegin met í þeim efnum þar sem kalt loft frá norðurskautinu hefur flætt til suðurs.

Fjallað er um þetta í frétt AFP og rætt við ýmsa sérfræðinga á þessu sviði sem telja að fara þurfi betur yfir gögn áður en hægt sé að slá því föstu að veðurfarið tengist loftslagsbreytingum. En á sama tíma og miklar frosthörkur geisa í Bandaríkjunum er þveröfug staða hinum megin á hnettinum, í Ástralíu, þar sem mikil hitabylgja er í gangi.

Frá Chicago-borg.
Frá Chicago-borg. AFP

Bandaríska dagblaðið New York Times gerir þessar ólíku aðstæður að umfjöllunarefni sínu en á meðan hitastigið í Bandaríkjunum hefur farið niður í -30 gráður hefur hitinn í Ástralíu farið upp í 47 gráður. Rætt er að sama skapi við vísindamenn í frétt blaðsins sem segja að ekki sé hægt að útiloka að ástæðan sé loftslagsbreytingar. Það þurfi að rannsaka.

„Þegar eitthvað gerist, hvort sem það eru skyndilegar frosthörkur, gresjueldar, fellibyljir, eitthvað af þessu, þá þurfum við að hugsa út fyrir það sem við höfum orðið vitni að áður og gera ráð fyrir því að miklar líkur séu á því að þetta verði verra en það sem við höfum séð,“ segir Crystal A. Kolden, fræðimaður við Háskólann í Idaho í Bandaríkjunum.

Frá New York-borg í dag.
Frá New York-borg í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert