Síminn dó við -28 gráður

Sæluhúsið Rabothytta snúið klakaböndum á sunnudaginn í 28 stiga frosti …
Sæluhúsið Rabothytta snúið klakaböndum á sunnudaginn í 28 stiga frosti í 1.200 metra hæð yfir sjávarmáli á Helgeland í Nordland-fylki. Ljósmynd/ Eirik Grønning/Úr einkasafni

„Ég rétt náði að smella af þess­ari mynd áður en sím­inn dó í kuld­an­um,“ seg­ir Eirik Grønn­ing, íbúi í Bjerka í Nor­d­land-fylki í Nor­egi, í sam­tali við mbl.is en umræðuefnið er býsna kulda­leg mynd sem hann tók af sælu­hús­inu Ra­bot­hytta í sveit­ar­fé­lag­inu Hem­nes á Helg­e­land þar í fylk­inu á sunnu­dag­inn og birst hef­ur á norsk­um net­miðlum síðustu daga.

Grønn­ing er mik­ill úti­vist­armaður og göngugarp­ur og læt­ur nokkr­ar mín­us­gráður ekki hindra för sína um fjöll og firn­indi en sælu­húsið, sem Ferðafé­lag Hem­nes (n. Hem­nes turist­for­en­ing) rek­ur, er í 1.200 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og eitt af 500 sælu­hús­um inn­an vé­banda Ferðafé­lags Nor­egs.

„Þessi göngu­ferð var far­in á sunnu­dag­inn í níst­ingskulda, það voru -28 gráður við sælu­húsið en þangað var för­inni ein­mitt heitið,“ seg­ir Grønn­ing og út­skýr­ir staðsetn­ingu sælu­húss­ins, sem býður upp á 30 svefn­pláss og er opið árið um kring. „Þetta er rétt neðan við Okst­ind­breen [átt­unda stærsta jök­ul Nor­egs] og Oks­skolten sem er hæsti fjallstind­ur Norður-Nor­egs, 1.916 metra hár,“ seg­ir Grønn­ing.

Ekki marg­ir sem kom­ast þetta í janú­ar

„Eft­ir þrjá tíma og rúma mílu [norsk míla er tíu kíló­metr­ar] á göngu­skíðum reis sælu­húsið upp við sjón­deild­ar­hring­inn og leit ótrú­lega tign­ar­lega út. Mér finnst ég eig­in­lega hepp­inn að hafa upp­lifað þetta, þeir eru ekki marg­ir sem kom­ast á þess­ar slóðir í janú­arkuld­an­um,“ seg­ir Grønn­ing og á við þá sýn sem blasti við hon­um, Ra­bot­hytta snú­in klaka­bönd­um við skaf­heiðum himni.

Nafn sælu­húss­ins hljóm­ar lík­lega ekki mjög skandi­nav­ískt en það er nefnt eft­ir franska land­fræðingn­um og fjall­göngu­mann­in­um Char­les Ra­bot sem fyrst­ur gerði landa­kort af nokkr­um svæðum á Helg­e­land á of­an­verðri 19. öld. 

Hér má sjá Rabothytta og næsta nágrenni við örlítið „sumarlegri“ …
Hér má sjá Ra­bot­hytta og næsta ná­grenni við ör­lítið „sum­ar­legri“ aðstæður en það er Sebastian, sex ára gam­all son­ur Grønn­ing, sem stend­ur í for­grunni. Snáðinn sá víl­ar ekki fyr­ir sér að ganga á fjöll með föður sín­um árið um kring og kann hvergi bet­ur við sig en und­ir ber­um himni. Ljós­mynd/​Eirik Grønn­ing/Ú​r einka­safni

 

Grønn­ing seg­ir frá því að á sumr­in megi kom­ast ak­andi nær helm­ing leiðar­inn­ar að sælu­hús­inu þar sem þá sé ak­veg­ur inn Leirsk­ar­da­len fær, en sá sé með öllu ófær á vetr­um. „Það er ekki á færi margra annarra en þeirra sem van­ir eru úti­vist að vetr­ar­lagi að kom­ast að Ra­bot­hytta um þetta leyti árs,“ seg­ir Grønn­ing sem er fædd­ur og upp­al­inn í Hem­nes og nýt­ir að eig­in sögn nán­ast all­an sinn frí­tíma í göngu­ferðir og úti­vist en til að hafa í sig og á set­ur hann upp renni­h­urðir í iðnaðarbygg­ing­um og hef­ur gert í ára­tug á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins Windsor Door AS sem á sér bækistöðvar á Helg­e­land.

40 stiga frost og hús rýmd vegna snjóflóðahættu

Mínustöl­urn­ar á mæl­in­um hafa verið háar í nyrstu fylkj­um Nor­egs síðustu vik­una en í Kara­sjok í Finn­mörku mæld­ist 40,3 stiga frost á mánu­dag­inn. Óop­in­ber­ar töl­ur sem fólk las af hita­mæl­um á heim­il­um sín­um gengu þó enn neðar og var greint frá allt að 44,3 stiga frosti á heima­mæl­um. Ófremd­ar­ástand hef­ur ríkt á veg­um í Lofoten vegna fann­ferg­is og á þriðju­dags­morg­un voru 150 hús í Vest­vågøy og Flakstad rýmd vegna snjóflóðahættu.

„Vet­ur­inn kom nú ekki hérna fyrr en und­ir lok des­em­ber eft­ir leiðinda­veður í allt haust,“ seg­ir Grønn­ing, innt­ur eft­ir því hvernig vet­ur­inn hafi leikið íbúa Nor­d­land-fylk­is það sem af er en íbú­ar nyrstu fylkja Nor­egs kalla ekki allt ömmu sína þegar kem­ur að veðri enda býðst bú­end­um í Finn­mörku og nyrðri hluta Troms-fylk­is sér­stak­ur skatta­afslátt­ur fyr­ir að búa þar, svo­kallaður Finn­merkurafslátt­ur (n. Finn­marks­fra­drag). „Við feng­um hálfs metra djúp­an snjó um dag­inn sem kom nú aðallega niðri í byggð, uppi á fjalli er þetta allt gler­hart og blásið,“ seg­ir úti­vist­armaður­inn norðlenski að skilnaði og fagn­ar greini­lega fönn og fínu skíðafæri. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert