Lögðu hald á metmagn fentanyls

Bandarískir tollverðir fundu lyfið í flutningabíl sem var á leið …
Bandarískir tollverðir fundu lyfið í flutningabíl sem var á leið í gegnum eina landamærastöðina. AFP

Bandaríska tollgæslu- og landamærastofnunin CBP lagði á dögunum hald á metmagn af ópíóðalyfinu fentanyl.

BBC segir verði á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa fundið 114 kg af fentanyli, sem og 180 kg af metamfetamíni í flutningabíl á einni af landamærastöðvunum.

Hafði hólf verið útbúið í gólfi bílsins að sögn Michael Humphries, sem er yfirmaður landamæraeftirlits í Nogales-eftirlitsstöðinni í Arizona.

Var bílstjórinn, sem var mexíkóskur, í kjölfarið handtekinn og ákærður fyrir fíkniefnasölu.

Að sögn Humphries var götuvirði fentanylsins um 2,6 milljónir Bandaríkjadala eða um 311 milljónir kr. Fentanýl er um 80-100 sinnum sterkara en morfín og er talið er eiga sök á tugþúsundum dauðsfalla í Bandaríkjunum á ári hverju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert