Nauðgað af hermönnum

Nokkur fjöldi kvenna í Simbabve hefur sakað hermenn og lögreglumenn um nauðganir undanfarnar vikur, en róstusamt hefur verið í ríkinu undanfarnar vikur vegna mótmæla, sem rekja má til þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að tvöfalda verð á eldsneyti, til að mæta eldsneytisskorti.

33 ára gömul einstæð móðir í höfuðborginni Harare segir AFP-fréttastofunni sögu sína af ofbeldi, sem hún varð fyrir af hálfu hermanna á dögunum. Hún segir fjóra hermenn hafa komið að heimili hennar um miðnætti og bankað harkalega á dyrnar.

„Ég spurði hverjir þetta væru og þeir öskruðu „opnaðu hurðina“. Þá stóð ég upp úr rúminu, opnaði hurðina og sá fjóra hermenn,“ segir konan í samtali við AFP.

Því næst gengur hermennirnir inn og einn þeirra sagði henni að leggjast á rúmið. Svo nauðgaði hann henni og yfirgaf híbýlin.

„Svo nauðgaði annar mér. Hinir tveir stóðu bara þarna og héldu á skotvopnum,“ segir konan og bætir við að þegar síðari hermaðurinn hefði lokið sér af, hafi mennirnir farið.

Mörg fórnarlömb kynferðisofbeldis í Simbabve treysta sér ekki til þess að leita til lögreglu vegna glæpa sem þessara, samkvæmt því sem félagasamtök í landinu segja við AFP.

Konan sagði AFP sögu sína af kynferðisofbeldi hermanna. Mörg fórnarlömb …
Konan sagði AFP sögu sína af kynferðisofbeldi hermanna. Mörg fórnarlömb kynferðisofbeldis í Simbabve treysta sér ekki til þess að leita til lögreglu vegna glæpa sem þessara. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert