BNA í viðræðum við herinn í Venesúela

Heimildir Reuters innan Hvíta hússins herma að Bandarísk stjórnvöld séu …
Heimildir Reuters innan Hvíta hússins herma að Bandarísk stjórnvöld séu í beinum samskiptum við einstaklinga innan hersins í Venesúela. AFP

Bandaríkin eru í beinum samskiptum við einstaklinga innan hersins í Venesúela og hvetur þá til þess að hætta stuðningi við Nicolas Maduro, forseta landsins. Einnig er verið að undirbúa frekari refsiaðgerðir til þess að auka þrýsting á forsetan, að sögn hátt setts embættismanns innan Hvíta hússins.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að fleiri innan hersins í Venesúela hætti að styðja Maduro þrátt fyrir að fáir hafi gert slíkt frá því að þingið lýsti Juan Guaidó forseta landsins í síðasta mánuði, samkvæmt heimildum Reuters.

„Við teljum þetta veru fyrstu smásteinana sem falla, síðar munum við sjá hnullunga detta,“ segir heimildarmaður Reuters. „Við erum enn að ræða við innherja í stjórn Maduros, einnig innan hersins, en þessar samræður eru mjög takmarkaðar.“

Heimildarmaðurinn vildi ekki segja til um hversu hátt upp viðræðurnar ná innan stjórn Maduros. Hann segir hins vegar óljóst hvort þær munu draga úr stuðningi hersins við Maduro, en sá stuðningur er sagður lykillinn að völdum forsetans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert