Trump og Kim hittast í Hanoi

Frá fyrsta leiðtogafundi Kim Jong-un og Donalds Trump í Singapúr …
Frá fyrsta leiðtogafundi Kim Jong-un og Donalds Trump í Singapúr í júní 2018. AFP

Don­ald Trump, forseti Bandaríkjanna og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, munu koma saman til fundar í Hanoi í Víetnam, 27. og 28. febrúar næstkomandi.

Trump greindi frá fundinum í stefnuræðu sinni fyrr í vikunni en í gærkvöldi greindi Trump frá því á Twitter að leiðtogarnir muni hittast í Hanoi, höfuðborg Víetnam. Í færslunni segir Trump að hann hlakki til að hitta Kim og ræða við hann um frið.

Trump og Kim áttu sögu­leg­an fund í júní á síðasta ári, en það var upp­hafið að því ferli að af­kjarn­orku­væða Kór­eu­skag­ann og verður ferlið umræðuefni fundarins í lok mánaðar. Undirbúningur fyrir fundinn er í fullum gangi og mun Stephen Biegun, erindreki Bandaríkjanna í málefnum Norður-Kóreu, hitta hátt setta embættismenn í Pyongyang fyrir fundinn.

Kim Jong-un hefur enn sem komið er ekki tjáð sig um fundinn fyrirhugaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert