Þúsundir hafa verið fluttar á brott vegna skógarelda á Suðureyju á Nýja-Sjálandi. Eldarnir kviknuðu fyrir sex dögum skammt frá borginni Nelson og er nú óttast um bæinn Wakefield. Hefur neyðarástandi verið lýst yfir og um þrjú þúsund íbúar hafa flúið heimili sín í Tasman-héraði.
Von er á hvassviðri á þessum slóðum og vara stjórnvöld fólk við að vera á ferðinni á þessum slóðum í dag. Um er að ræða verstu skógarelda á Nýja-Sjálandi frá árinu 1955.