Sprenging í íbúðarhúsnæði Svíþjóð

Sprenging átti sér stað í íbúðarhúsnæði rétt sunnan við Stokkhólm. …
Sprenging átti sér stað í íbúðarhúsnæði rétt sunnan við Stokkhólm. Heimildir herma að karlmaður hafi sprengt sjálfan sig í loft upp. mbl.is/Atli Steinn

Lögreglan í Svíþjóð hefur staðfest fregnir af því að sprenging hafi átt sér stað í íbúðarhúsnæði í Våberg rétt sunnan við Stokkhólm og að karlmaður hafi látið lífið. Samkvæmt heimildum Expressen var það maðurinn sem sprengdi sjálfan sig í loft upp.

Tilkynning um sprengingu barst lögreglu klukkan 15:03 að staðartíma. Viðbragðsaðilar segja sprenginguna hafa átt sér stað í einu herbergi í húsnæðinu og að fulltrúar sprengjudeildar lögreglunnar séu á leiðinni á staðinn.

„Þeir munu rannsaka tildrög sprengingarinnar og við erum að fara að rýma nærliggjandi hús þangað til ljóst er hvað olli sprengingunni,“ segir Anna Westberg hjá lögreglunni í Stokkhólmi.

Westberg segir, að að svo stöddu séu engar vísbendingar um tengingar við hryðjuverk. „Aðgerðir eru í gangi vegna sprengingar í íbúðarhúsnæði og við erum að rannsaka hverjar skýringar sprengingarinnar kunna að vera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert