Hættur handþvotti — efast um bakteríur

Pete Heg­seth.
Pete Heg­seth. Skjáskot/Youtube

Þátta­stjórn­and­inn Pete Heg­seth á sjón­varps­stöðinni Fox News sagði frá því í þætti á stöðinni að að hann hefði líklega ekki þvegið sér um hendurnar í áratug vegna þess að bakteríur væru ekki raunverulegar.

Hegeseth hélt því fram í morgunþættinum „Fox And Friends“ að bakteríur væru ekki raunverulegar vegna þess að ekki væri hægt að sjá þær með berum augum.

Hegeseth hélt því fram að heilsa hans væri betri eftir að hann hætti handþvotti af því að líkaminn hafi í raun „bólusett“ sjálfan sig.

Þáttastjórnandinn greindi frá þessu eftir að samstarfsfélagi hans, Jedediah Bila, sagði frá því að Hegeseth hefði verið að borða dagsgamla pítsu í upptökuverinu. Hegeseth sagði sér til varnar að endingartími pítsa frá Pizza Hut væri langur.

Áramótaheit Hegeseth er að segja hluti í útsendingu sem hann hefði áður ekki sagt. 

Heilbrigðisstarfsfólk um heim allan mælir með því að fólk þvoi hendurnar til að vernda það fyrir veikindum. Handþvottur þarf ekki að taka nema um 20 sekúndur.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka